GÆÐAHÖNNUN FRÁ SVISS

– Allt að 20 ára ábyrgð –

Rollsinn í gólfefnum

Swisstrax er heildstætt gólfflísakerfi sem notið hefur vinsælda í Ameríku og víðar um heim í yfir 25 ár. Kerfið samanstendur af 7 mismunandi tegundum gólfflísa sem allar hafa sama tengikerfið og geta því tengst saman. Swisstrax flísarnar eru einfaldlega lagðar yfir það gólf sem fyrir er, t.d. steinflísar, epoxý, steypugólf o.s.frv, og nánast hver sem er getur gert það án aðkomu iðnaðarmanns.   Vinsælustu flísategundirnar í Swisstrax seríunni eru RIBTRAX OG RIBTRAX SMOOTH (SMOOTHRAX), sem draga nafn sitt af sjálfdrenandi ristakerfinu.

ribtrax-transparent

Ribtrax

Ribtrax er mest selda týpan hjá Swisstrax. Ribtrax dregur nafn sitt af háþróuðu ristakerfinu. Einföld uppsetning og fjölbreytt litaval í boði. Frábært fyrir bílskúrinn, slitsterkt og þornar hratt.

11.850 kr. á m2

ribtrax-smooth-gray

Ribtrax Smooth PRO

Ribtrax Smooth er frábært fyrir svalir, sólpalla, pottasvæði, sundlaugarsvæði o.fl. Mjúkt að ganga á, hálkufrítt í bleytu og sjálfdrenandi. Fjölbreytt litaval.

11.850 kr, á m2

Vinyltrax

Vínylflísar með fullkomnu parketútliti. Auðvelt í uppsetningu og enn auðveldara að fjarlægja!

14.350 kr. á m2

logotrax-transparent

Logotrax

Við prentum LOGOIÐ þitt á þar til gerðar flísar (í hvaða stærð sem er) sem smellast hvar sem er inn í Swisstrax-gólfið.

Frá 25.000 kr. pr. LOGO-flís

Diamondtrax

Diamondtrax eru gegnheilar flísar sem henta vel á t.d. sýningarrými, skrifstofur, kjallara, kaffistofur, “man caves”, sölubása, o.fl.

11.650 kr. á m2

marbletrax-transparent

Marbletrax

Marbletrax er nýleg afurð úr smiðju Swisstrax og kom á markað snemma hausts 2019. Marbletrax hefur sömu eiginleika og VINYLTRAX.

14.350 kr. á m2

turftrax

Turftrax

Turftrax býr til skemmtilegt grasútlit í sem hægt er að nota í bland við annað Swisstraxefni eða eitt og sér!

14.350 kr. á m2

Einföld samsetning

Swisstrax-flísarnar eru auðveldar í uppsetningu og getur nánast hver sem er sett upp Swisstrax-gólf án aðkomu iðnaðarmanns. Þannig sparast jafnan drjúgur aukakostnaður vegna uppsetningar. Að sama skapi er auðvelt að fjarlægja flísarnar af gólfi, t.d. við flutninga. Þannig má segja að Swisstrax flísarnar séu ,,fjárfesting í eign” sem óþarfi er að láta fylgja við flutninga, gagnstætt t.d. epoxý-gólfi eða steinflísum.

Einfalt að þrífa

Ristarnar á Ribtrax flísunum hleypa bleytu og óhreinindum í gegnum sig sem gefur þér hreint og þurrt yfirborð. Einfalt er að þrífa undan flísunum með vatnsslöngu og/eða ryksugu að vopni. Þess gerist þó alla jafna ekki þörf nema með löngu millibili.

Auðvelt að skipta um

Þökk sé 24 punkta tengikerfinu þá tryggir Swisstrax öruggustu samtengingu flísa í þessum bransa. Hönnunin gerir einnig kleift að kippa upp hvaða flís sem er innan gólfkerfisins – ef þörf krefur. Til dæmis ef eyrnalokkur eða skrúfa dettur niður um ristarnar.

Samanburður

 – SWISSTRAX VS. EPOXY – 

Innan tiltölulega skamms tíma getur epoxýhúðun á bílskúrsgólfi látið á sjá. Ef bíll stendur um tíma óhreyfður á slíku gólfi getur það gerst að epoxý-húðin fylgi með bíldekkjunum þegar ekið er út. Swisstrax bílskúrsgólfflísarnar (Ribtrax) eru auðveldar í uppsetningu, lausar við öll eiturefni, hálkufríar í bleytu, þola öll hreinsi- og leysiefni og eru auðveldar í þrifum. Rúsínan í pylsuendanum er svo 20 ára verksmiðjuábyrgð. Þú vilt að gólfið þitt líti ávallt vel út og endist næstu áratugi – ekki satt?

-Uppfærðu bílskúrsgólfið þitt í dag með Swisstrax!

ENGIN DEKKJAFÖR

ÆVILÖNG ENDING

VIÐHALDSFRÍTT

UMHVERFISVÆNT

5 ÁSTÆÐUR FYRIR ÞVÍ AÐ VELJA SWISSTRAX GÓLFFLÍSAR Í STAÐ EPOXY

Verönd & Svalir

Swisstrax gólfflísar fyrir öll útirými.

Bílskúrinn

Swisstrax þolir allt að 32 tonna yfirkeyrsluþyngd.

Bílasölur

Hentar vel fyrir sýningarsalinn.

Verkstæðið

Snyrtileg gólflausn fyrir verkstæðið.

Sendu okkur skilaboð

14 + 3 =

Upplýsingar

Pantaðu sölumann til að koma heim til þín með sýnishorn.

Sími 777 6511

Fylgdu okkur á Facebook

Fylgdu okkur á Instagram