Um Swisstrax

Þróun og hönnun polypropylene gólfflísanna sem kenndar eru við SWISSTRAX hófst í Sviss fyrir meira en 20 árum.

Árið 2005 var starfsemin flutt til Bandaríkjanna og það var þá sem fyrirtækið Swisstrax var formlega stofnað. Síðan þá hefur Swisstrax verið leiðandi í heiminum í framleiðslu PP-gólfflísa og notið feikilegra vinsælda vestanhafs – sem og víða í Evrópu, Mexíkó, Japan, Ástralíu o.fl.

Höfuðstöðvar SWISSTRAX eru í Bandaríkjunum en þar er starfrækt framleiðsluverksmiðja. Önnur framleiðsluverksmiðja er staðsett í Kanada og sú þriðja í Frakklandi – en sú verksmiðja þjónustar Evrópumarkað og þ.m.t. Ísland.

Swisstrax þjónustar fjölmörg stórfyrirtæki s.s. John Deere, Mercedes, Ford, Dodge, General Motors o.fl.
Swisstrax er einnig með samninga við ýmsa opinbera aðila og þar má nefna slökkvilið New York borgar (NYFD) og Bandaríkjaher.

Allt framleiðsluferli SWISSTRAX miðar að fullkomnun. Hugað er að hverju einasta smáatriði í því skyni að gera Swisstrax flísarnar framúrskarandi. Þar má sem dæmi nefna QUICK-SNAP kerfið sem gerir notandanum kleift að smella einstökum Ribtrax og Smoothrax flísum upp úr miðju gólfi og aftur í ef því er að skipta.

SWISSTRAX hefur hlotið fjölda vottana og viðurkenninga á sviði byggingarstaðla, umhverfismála.
Allar Swisstrax flísarnar eru 100% endurvinnanlegar. Það er ekki að ástæðulausu sem Swisstrax býður 20 ára verksmiðjuábyrgð á flísunum sínum!

SWISSTRAX nýtur feikilegra vinsælda út um allan heim …OG NÚNA LOKSINS Á ÍSLANDI!

Hvað er Swisstrax?

SWISSTRAX er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði á heimsvísu og nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum, Kanada, Mexíkó, Bretlandi, Frakklandi, Belgíu, Sviss, Slóveníu, Svíþjóð, Japan og Ástralíu svo dæmi séu nefnd.

SWISSTRAX gólfflísarnar eru kenndar við samnefnt fyrirtæki sem á uppruna sinn í Sviss – með tilheyrandi tæknikunnáttu og svissneskri verkfræði – og hefur nú starfrækt framleiðsluverksmiðjur í Bandaríkjunum í yfir 18 ár. Nú eru einnig í Kanada og Frakklandi.

SWISSTRAX flísarnar eru gerðar úr hreinu polypropylene sem er gríðarlega þolið gegn sliti, miklum þunga, olíum, sýrum, leysiefnum o.fl. Það er auk þess hálkufrítt í bleytu. Flísarnar þola allt að -30° frost og 120° hita.

SWISSTRAX flísarnar eru DIY (Do It Yourself) sem þýðir að nánast hver sem er getur sett upp Swisstrax-gólf án aðkomu iðnaðarmanns. Flísarnar eru einfaldlega lagðar yfir núverandi gólf, s.s. steingólf, steinflísar, viðargólf o.s.frv.. Að sama skapi er auðvelt að fjarlægja flísarnar við t.d. flutning eða framkvæmdir.

Swisstrax býður upp á nokkrar tegundir af flísum sem allar hafa sama smellukerfi og geta því tengst saman með auðveldum hætti.

Upplýsingar

Pantaðu sölumann til að koma heim til þín með sýnishorn.

692 7203 eða 777 6511

Fylgdu okkur á Facebook

Fylgdu okkur á Instagram