Hvar get ég séð vöruna?

Ef þú býrð á höfuðborgarsvæðinu, í Hveragerði eða á Selfossi þá býðst þér að panta sölumann heim til þín sem sýnir þér hvernig gólfefnið kemur til með að líta út þar sem það á að vera.

5 ástæður

fyrir að velja Swisstrax.

1. Meira hönnunarfrelsi

Epoxý-gólf geta verið aðlaðandi en þau leyfa í raun ekki mikið hönnunarfrelsi. Ribtrax flísarnar koma í 18 litum sem hægt er að aðlaga frekar og til dæmis blanda saman við logo-flísar. 

2. Auðvelt að þrífa

Þar sem Swisstrax (Ribtrax) er yfirborðsgólf þá falla bleyta og óhreinindi niður um ristar flísanna og safnast saman fyrir neðan þær og sjást þ.a.l. ekki.  Þetta er einmitt tilgangur Swisstrax, þ.e. að hafa yfirborðsgólf sem alla jafna er þurrt og vel útlítandi.  Auðvelt er hins vegar að þrífa undan gólfinu kjósi menn það með t.d. vatnsslöngu eða ryksugu. Venjulega gerist þess þó ekki þörf nema með löngu millibili. Sjálfar Swisstrax-flísarnar eru auk þess afar þægilegar í þrifum enda hafa þær litla viðloðun. Vatnsslanga og/eða moppa er allt sem þarf. 

 3. Auðvelt í UPPSETNINGU

Swisstrax flísar þekja gólfið þitt, og fela allar sprungur og misfellur.  Swisstrax – tengikerfið gerir þér líka kleift að kippa upp, eða skipta  út einstökum flísum úr gólfinu með auðveldum hætti.  Langflestir geta lagt Swisstrax sjálfir, og með því sparast kostnaður við iðnaðarmann.  Það tekur óvanan mann ekki nema um 2-4 klst að leggja Swisstrax á bílskúrinn sinn. 

4. Öryggi

Epoxý- eða máluð gólf eiga það til að verða hál í bleytu. Ristakerfið á Ribtrax flísunum frá Swisstrax leysir þetta vandamál með því að drena vatn, slabb og bleytu í gegnum sig.  Neðan á flísunum er svo sérstaklega hannað rásakerfi sem beinir bleytunni í átt að lægsta punkti.

5. ábyrgð

RIBTRAX og SMOOTHRAX flísarnar koma með 20 ára verksmiðjuábyrgð frá Swisstrax! Um ábyrgð á öðrum Swisstrax flísategundum gilda ákvæði neytendakaupalaga nr. 48/2003.

Um ábyrgðarvernd

20 ára verksmiðjuábyrgð á göllum á RIBTRAX og  RIBTRAX SMOOTH. 

Um ábyrgð á öðrum Swisstrax flísategundum gilda ákvæði neytendakaupalaga nr. 48/2003

VERÐLISTI

Skoðaðu úrvalið og þú finnur pottþétt Swisstrax flísategund sem hentar þínum þörfum. 

sJÁ MEÐ EIGIN AUGUM

Komdu við á skrifstofu okkar við Ármúla 13 í Reykjavík. Við erum á 1. hæð í húsi merkt “Akkur”.

HAFA SAMBAND

Getur þú ekki beðið? Hringdu þá í okkur eða sendu okkur skilaboð

692 7203 eða 781 0999

Upplýsingar

Pantaðu sölumann til að koma heim til þín með sýnishorn.

692 7203 eða 781 0999

Fylgdu okkur á Facebook

Fylgdu okkur á Instagram