RIBTRAX
FYRIR BÍLSKÚRINN & VERKSTÆÐIÐ
RIBTRAX er mest seld týpan hjá Swisstrax.
RIBTRAX er sú flísategund í Swisstrax-seríunni sem segja má að hafi markað þáttaskil í BÍLSKÚRSGÓLFEFNUM! Ribtrax dregur nafn sitt af háþróuðu ristakerfinu, sem drenar vatn, slabb og óhreinindi í gegnum sig – sem gerir það að verkum að þú ert alltaf með eins þurrt og flott yfirborðsgólf sem völ er á. Flísarnar hafa litla viðloðun, þannig að óhreinindi tolla illa við þær. Rásakerfið undir flísunum sér svo um að beina vatni og bleytu í átt að lægsta punkti, þar sem niðurfall er alla jafna staðsett.
Það er ekki tilviljun að Swisstrax er með samning við SEMA-SHOW, stærstu bílasýningu í heimi – þar sem RIBTRAX er venjulega fyrsti kostur hjá alvöru bílaáhugamönnum. Einnig má meðal annars nefna að slökkvilið New-York borgar (FDNY) notar RIBTRAX á sín gólf, enda þola flísarnar yfir 30 tonna yfirkeyrsluþyngd. Þrif á flísunum, og undan þeim, eru sérlega auðveld. Mögulega er RIBTRAX svalasta bílskúrsgólf sem völ er á… og að sjálfsögðu margir flottir litir í boði, sem hægt er að blanda saman að vild!!
Verð: 11.250 kr. á fermetra
Tæknilegar upplýsingar
Stærð: 15.75 in (40 cm) x 15.75 in (40 cm)
Hæð: 0.75 in (1.9 cm)
Vídd milli raufa: 0.13 in (0.32 cm)
Þyngd: 23.5 oz. (1.47 lb)
Efni: 100% UV stabilized virgin polypropylene
Sérstaklega þykkar flísar – fyrir auka styrk. Flísarnar þola yfirkeyrsluþyngd allt að 32 tonnum og psi (pounds pr. square inch) 1,4 TONN.
Ribtrax er þolið gegn hvers konar olíu, gasi, sýrum og leysiefnum – þ.m.t. skydrol og alkalis, sem eru sérlega tærandi efni.
Ribtrax flísarnar þola – 30° C frost, og allt að 120° hita, sem og láréttan bruna.
UV-vörn gegn geislum sólar er innbyggð í grunnefnið, sem og litarefni hverrar flísar, – veitir góða vörn gegn upplitun – og er í leiðinni hálkuvörn.
RIBTRAX ER EINSTAKLEGA AUÐVELT Í ÞRIFUM. vATNSSLANGA/RYKSUGA/SÁPA ER ALLT SEM ÞÚ ÞARFT.
Svissnesk verkfræði og nákvæmni í rannsóknum, hönnun og þróun – í bland við bandaríska framleiðslu!
20 ára verksmiðjuábyrgð á göllum á RIBTRAX OG SMOOTHRAX. Um ábyrgð á öðrum Swisstrax flísategundum gilda ákvæði neytendakaupalaga nr. 48/2003.
Þér gæti einnig líkað við
Ribtrax Smooth PRO
Ribtrax Smooth er frábært fyrir svalir, sólpalla, pottasvæði, sundlaugarsvæði, búningsklefa o.fl.
Vinyltrax
Vinyl-flísar með fullkomnu parketútliti.
Auðvelt í ásetningu (DIY), og enn auðveldara að fjarlægja!
Diamondtrax
Diamondtrax hentar vel á
sýningarrými, skrifstofur, kjallara, kaffistofur, “man caves”, sölubása, o.fl.
Upplýsingar
Pantaðu sölumann til að koma heim til þín með sýnishorn.
692 7203 eða 781 0999